19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 13:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 13:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Mogensen og Huldu Birnu Baldursdóttur frá Samtökum iðnaðarins. Því næst komu Elinora Inga Sigurðardóttur og Valdimar Össurarson frá Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna. Þá komu Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Elísabet María Andrésdóttir frá Rannís. Því næst Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Helga Guðrún Jónasdóttr frá Háskólanum á Bifröst. Loks kom María Guðjónsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands.

3) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 15:45
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Dagbjört Hákonardóttir.
Halldóra Mogensen og Eyjólfur Ármannsson boðuðu sérálit.

4) 65. mál - upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál Kl. 13:04
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 66. mál - friðlýsing nærumhverfis Stjórnarráðshússins Kl. 13:04
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 69. mál - flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar Kl. 13:04
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 15:47
Halldóra Mogensen, framsögumaður nefndarinnar í 113. máli - útlendingar (afnám þjónustusviptingar), óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá, sbr. 2. mgr. 15. gr. þingskapa, og ítrekaði beiðni um gestakomur í málinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:48